Sunday, October 4, 2009

Oddrún
30.09 2009 kl.23:38




Kæru lesendur,
Ég hélt það væri nú bara almenn skynsemi að hugsa tvisvar sinnum áður en skrifað er. Við höfum eflaust öll lent í aðstæðum þar sem við vorum ranglega dæmd, hvort sem það er eitthvað af þessari stærðargráðu eða einfaldlega spurning um týnda flík. Það skiptir ekki máli hversu stórt málið er, það þýðir ekkert að dæma nema þið vitið báðar hliðar máls.
Eins og er veit ég báðar hliðar málsins, og það sem þessi Dísa Lange er að bera út hér á sér engan veginn rétt á sér, þar sem hún hafði sagt upp leigusamning og María flutt út.
Það er hins vegar örugglega auðveldara að segja frá þessu eins og María hafi myrt kettina heldur en að játa að maður hafi framið mannleg mistök þegar hún hugsaði ekki út í það að enginn myndi hugsa um kettina hennar þegar hún væri búin að senda leigjandann burt.

No comments: