Oddrún
30.09 2009 kl.23:38
Kæru lesendur,
Ég hélt það væri nú bara almenn skynsemi að hugsa tvisvar sinnum áður en skrifað er. Við höfum eflaust öll lent í aðstæðum þar sem við vorum ranglega dæmd, hvort sem það er eitthvað af þessari stærðargráðu eða einfaldlega spurning um týnda flík. Það skiptir ekki máli hversu stórt málið er, það þýðir ekkert að dæma nema þið vitið báðar hliðar máls.
Eins og er veit ég báðar hliðar málsins, og það sem þessi Dísa Lange er að bera út hér á sér engan veginn rétt á sér, þar sem hún hafði sagt upp leigusamning og María flutt út.
Það er hins vegar örugglega auðveldara að segja frá þessu eins og María hafi myrt kettina heldur en að játa að maður hafi framið mannleg mistök þegar hún hugsaði ekki út í það að enginn myndi hugsa um kettina hennar þegar hún væri búin að senda leigjandann burt.
Sunday, October 4, 2009
Dísa Lange segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa leigt íslenskri stúlku íbúð sína í Kaupmannahöfn.
Stúlkunni var ætlað að gæta tveggja síamskatta, Snorra og Móu, og gefa þeim að borða en þess í stað skildi hún þá eftir í íbúðinni í margar vikur án vatns og matar.
Móa er nú dauð en Snorri er rétt með lífsmarki.
Að sögn kattaeigandans bíður dýraníðingsins þungur dómur en viðurlög vegna misnotkunar á dýrum erum mjög ströng í Danmörku.
Hér er sorgarsagan sem Dísa Lange birti á Facebook síðu sinni en þegar þetta er skrifað höfðu 187 gert athugasemdir við færslu Dísu á Facebook. Þar má einnig skoða myndir af dýraníðingnum íslenska.
Færslan var tekin af Facebook síðdegis.
Dýraníðingur og morðingi - Dyremishandler og morder!
Ég hef leigt út íbúðina mína í Kaupmannahöfn í sumar. Í íbúðinni bjuggu tvær yndislegar síamskisur, Móa og Snorri. Þau áttu að koma heim til Íslands núna í október/nóvember.
Ég leigði Íslenskri stelpu íbúðina, M xxxdóttur sem kallar sig einnig xxxxsdóttur. Sérákvæði var gert í leigusamningnum að kisurnar mínar yrðu í íbúðinni og setti ég leiguna töluvert niður vegna þess, ekki það að ég þyrfti þess, hún kom bara vel fyrir.
Íbúðin var/er fullbúin húsgögnum og fullbúnu eldhúsi. Ég skil eftir orðabækur og DVD myndir í íbúðinni til að létta henni að fitja sig áfram í dönskunni, Ég veit hversu kostnaðarsamt það er að koma sér upp búslóð þegar maður er að flytja til annars lands, bara þess vegna leyfði ég henni að hafa afnot af öllu þessu.
Fyrstu vandræði með hana byrja þegar hún átti að greiða mér fyrsta mánuð í leigu ásamt eins mánaða tryggingu. Vaninn í Danmörku er sá að leigjendur borga 3 mánuði fyrirfram, en aftur vegna þess að ég vissi hversu erfitt það er að flytja á milli landa, leyfði ég henni að borga einungis einn mánuð fyrirfram.
Ég sá til þess að nægur matur væri fyrir kisurnar mínar, enda á sérfóðri og mér fannst ekki rétt að hún ætti að bera kostnaðinn af þvi.
Vandræðin halda áfram, hún borgar ekki leigu og ekki hússjóð. Hún svarar ekki símanum og ekki skilaboðum á Facebook. Svona gengur þetta í rúmlega mánuð. Loks næ ég af henni og gef henni séns með leiguna, hún borgar mér hluta, og svo síðar rest. En ekki neina næsta mánuð á eftir og ekki fyrir þennan. Samningurinn er eins og venja er, með þriggja mánaða uppsagnarfresti á báða bóga.
Enn hefur hún ekki borgað leigu né hússjóð fyrir tvo mánuði.
En í raun skiptir það mig engu máli lengur.
Eftir allt þetta vesen legg ég svo til að við riftum samningnum því nóg af fólki vill leigja íbúðina, það vantaði ekki. En það er einungis hægt að gera skriflega. Eftir það næ ég enn og aftur ekkert af henni.
Í gærkvöldi fæ ég skilaboð frá nágranna mínum, varðandi það að hún hafi ekki orðið vör við umgang eða að nokkur hafi verið í íbúðinni eða komið þangað í nokkurn tíma.
Nágranni minn, vinkona mín Kristine sem elskar kisurnar mínar var því byrjuð að “heilsa upp á þau” í gegnum bréfalúguna til að athuga hvort allt væri í lagi. En í gær heyrðist ekkert frá þeim.
Þar sem ég næ ekkert í [stúlkuna] í gegnum síma, sendi ég henni skilaboð á Facebook og spyr út í hvort hún sé ekki örugglega að sinna köttunum. Ótrúlegt nokk sendir hún svar til baka og segist ekkert hafa verið þarna síðan í lok ágúst byrjun september.
Ég hringi STRAX í Dýravernd (dyrenes beskyttelse) og í algjöru sjokki og bið um að farið veri inn í íbúðina til að athuga með dýrin (dýraverndunarlög í Danmörku eru mjög ströng og hart tekið á því þegar dýr eru vanrækt). Eftir ákveðið ferli fer dýralæknir ásamt lögreglu og lásasmið á staðinn og inn í íbúðina.
Að þeirra sögn var aðkoman hryllingur.
Móa kisan mín var dáin, ísköld og stíf.
Snorri minn nær dauða en lífi, ískaldur og sýndi engin viðbrögð.
Kattakassinn þeirra var stútfullur af skít og hlandi, ásamt í raun allri íbúðinni. Þau höfðu klórað sig og krafsað í gegnum pokann sem maturinn þeirra var geymdur í, en ekkert vatn fengið í langan tíma.
Móa verður krufin á morgun, hún hefur dáið úr þorsta. Ekkert nema skinn og bein, og fyrir vó hún ekki nema 2kg, enda smávaxin síamslæða. Snorri minn var fluttur akút á dýraspítala þar sem hann liggur nú með vökva í æð og verið að reyna að bjarga honum, grindhoraður og hægt að telja í honum hvert bein, horfurnar eru þó betri en dýralæknirinn þorði að vona.
Ég er svo sorgmædd og svo reið að ég sveiflast til og frá.
Móa mín fylgdi mér í 11 ár, og þessi stúlka drap hana á einn þjáningafyllsta hátt sem mögulegur er!
Hún verður kærð fyrir þetta en ég get ekki sagt mikið til um hvernig það fer fram að svo stöddu.
Ég á ekki til orð yfir mannvonsku og grimmd í einni manneskju!
SMÁ UPDATE:
Ég þakka ykkur öllum innilega fyrir sýnda samúð, kærar þakkir.
En ég vil koma því á framfæri, að þessi stelpa var mér ekki algjörlega ókunnug, eða þ.e.a.s. hún er/var vinkona vinkvenna systur minnar. Svo ég treysti ekki bara “einhverjum” fyrir kisunum mínum eins og einhver orðaði það.
Dýralæknirinn var að hringja í mig fyrir stuttu og búið er að kryfja Móu mína. Það var auðséð að hún dó úr hungri og þorsta. Ég fæ krufningarskýrsluna og myndir af þeim báðum, svo þið sem haldið þetta “Lúkasarlíkt” mál getið séð með eigin augum hvernig farið var með þau, því ég mun setja þær myndir inn, ásamt krufningarskýrslunni.
Enn er óvíst um hvort Snorri minn lifi af, en dýralæknirinn er bjartsýnn.
Hvert einasta atriði í þessari frásögn er sönn, efist þið sem viljið, það breytir ekki staðreyndum.
Kv. Dísa
Stúlkunni var ætlað að gæta tveggja síamskatta, Snorra og Móu, og gefa þeim að borða en þess í stað skildi hún þá eftir í íbúðinni í margar vikur án vatns og matar.
Móa er nú dauð en Snorri er rétt með lífsmarki.
Að sögn kattaeigandans bíður dýraníðingsins þungur dómur en viðurlög vegna misnotkunar á dýrum erum mjög ströng í Danmörku.
Hér er sorgarsagan sem Dísa Lange birti á Facebook síðu sinni en þegar þetta er skrifað höfðu 187 gert athugasemdir við færslu Dísu á Facebook. Þar má einnig skoða myndir af dýraníðingnum íslenska.
Færslan var tekin af Facebook síðdegis.
Dýraníðingur og morðingi - Dyremishandler og morder!
Ég hef leigt út íbúðina mína í Kaupmannahöfn í sumar. Í íbúðinni bjuggu tvær yndislegar síamskisur, Móa og Snorri. Þau áttu að koma heim til Íslands núna í október/nóvember.
Ég leigði Íslenskri stelpu íbúðina, M xxxdóttur sem kallar sig einnig xxxxsdóttur. Sérákvæði var gert í leigusamningnum að kisurnar mínar yrðu í íbúðinni og setti ég leiguna töluvert niður vegna þess, ekki það að ég þyrfti þess, hún kom bara vel fyrir.
Íbúðin var/er fullbúin húsgögnum og fullbúnu eldhúsi. Ég skil eftir orðabækur og DVD myndir í íbúðinni til að létta henni að fitja sig áfram í dönskunni, Ég veit hversu kostnaðarsamt það er að koma sér upp búslóð þegar maður er að flytja til annars lands, bara þess vegna leyfði ég henni að hafa afnot af öllu þessu.
Fyrstu vandræði með hana byrja þegar hún átti að greiða mér fyrsta mánuð í leigu ásamt eins mánaða tryggingu. Vaninn í Danmörku er sá að leigjendur borga 3 mánuði fyrirfram, en aftur vegna þess að ég vissi hversu erfitt það er að flytja á milli landa, leyfði ég henni að borga einungis einn mánuð fyrirfram.
Ég sá til þess að nægur matur væri fyrir kisurnar mínar, enda á sérfóðri og mér fannst ekki rétt að hún ætti að bera kostnaðinn af þvi.
Vandræðin halda áfram, hún borgar ekki leigu og ekki hússjóð. Hún svarar ekki símanum og ekki skilaboðum á Facebook. Svona gengur þetta í rúmlega mánuð. Loks næ ég af henni og gef henni séns með leiguna, hún borgar mér hluta, og svo síðar rest. En ekki neina næsta mánuð á eftir og ekki fyrir þennan. Samningurinn er eins og venja er, með þriggja mánaða uppsagnarfresti á báða bóga.
Enn hefur hún ekki borgað leigu né hússjóð fyrir tvo mánuði.
En í raun skiptir það mig engu máli lengur.
Eftir allt þetta vesen legg ég svo til að við riftum samningnum því nóg af fólki vill leigja íbúðina, það vantaði ekki. En það er einungis hægt að gera skriflega. Eftir það næ ég enn og aftur ekkert af henni.
Í gærkvöldi fæ ég skilaboð frá nágranna mínum, varðandi það að hún hafi ekki orðið vör við umgang eða að nokkur hafi verið í íbúðinni eða komið þangað í nokkurn tíma.
Nágranni minn, vinkona mín Kristine sem elskar kisurnar mínar var því byrjuð að “heilsa upp á þau” í gegnum bréfalúguna til að athuga hvort allt væri í lagi. En í gær heyrðist ekkert frá þeim.
Þar sem ég næ ekkert í [stúlkuna] í gegnum síma, sendi ég henni skilaboð á Facebook og spyr út í hvort hún sé ekki örugglega að sinna köttunum. Ótrúlegt nokk sendir hún svar til baka og segist ekkert hafa verið þarna síðan í lok ágúst byrjun september.
Ég hringi STRAX í Dýravernd (dyrenes beskyttelse) og í algjöru sjokki og bið um að farið veri inn í íbúðina til að athuga með dýrin (dýraverndunarlög í Danmörku eru mjög ströng og hart tekið á því þegar dýr eru vanrækt). Eftir ákveðið ferli fer dýralæknir ásamt lögreglu og lásasmið á staðinn og inn í íbúðina.
Að þeirra sögn var aðkoman hryllingur.
Móa kisan mín var dáin, ísköld og stíf.
Snorri minn nær dauða en lífi, ískaldur og sýndi engin viðbrögð.
Kattakassinn þeirra var stútfullur af skít og hlandi, ásamt í raun allri íbúðinni. Þau höfðu klórað sig og krafsað í gegnum pokann sem maturinn þeirra var geymdur í, en ekkert vatn fengið í langan tíma.
Móa verður krufin á morgun, hún hefur dáið úr þorsta. Ekkert nema skinn og bein, og fyrir vó hún ekki nema 2kg, enda smávaxin síamslæða. Snorri minn var fluttur akút á dýraspítala þar sem hann liggur nú með vökva í æð og verið að reyna að bjarga honum, grindhoraður og hægt að telja í honum hvert bein, horfurnar eru þó betri en dýralæknirinn þorði að vona.
Ég er svo sorgmædd og svo reið að ég sveiflast til og frá.
Móa mín fylgdi mér í 11 ár, og þessi stúlka drap hana á einn þjáningafyllsta hátt sem mögulegur er!
Hún verður kærð fyrir þetta en ég get ekki sagt mikið til um hvernig það fer fram að svo stöddu.
Ég á ekki til orð yfir mannvonsku og grimmd í einni manneskju!
SMÁ UPDATE:
Ég þakka ykkur öllum innilega fyrir sýnda samúð, kærar þakkir.
En ég vil koma því á framfæri, að þessi stelpa var mér ekki algjörlega ókunnug, eða þ.e.a.s. hún er/var vinkona vinkvenna systur minnar. Svo ég treysti ekki bara “einhverjum” fyrir kisunum mínum eins og einhver orðaði það.
Dýralæknirinn var að hringja í mig fyrir stuttu og búið er að kryfja Móu mína. Það var auðséð að hún dó úr hungri og þorsta. Ég fæ krufningarskýrsluna og myndir af þeim báðum, svo þið sem haldið þetta “Lúkasarlíkt” mál getið séð með eigin augum hvernig farið var með þau, því ég mun setja þær myndir inn, ásamt krufningarskýrslunni.
Enn er óvíst um hvort Snorri minn lifi af, en dýralæknirinn er bjartsýnn.
Hvert einasta atriði í þessari frásögn er sönn, efist þið sem viljið, það breytir ekki staðreyndum.
Kv. Dísa
Subscribe to:
Posts (Atom)